Wednesday, July 26, 2006
Netid dágóda
Erum í vandrædum med netid heima thessa dagana og thví eru engin skrif í bili.
Samantekt:
Vorum í Svíthjód, rosalega gaman.
Einar og Sjöfn og Pálmi eru ad koma í heimsókn, 2. - 6. ágúst
Förum í heimsókn heim á klakann 18. ágúst.
Óver end Át.
Samantekt:
Vorum í Svíthjód, rosalega gaman.
Einar og Sjöfn og Pálmi eru ad koma í heimsókn, 2. - 6. ágúst
Förum í heimsókn heim á klakann 18. ágúst.
Óver end Át.
Wednesday, July 12, 2006
Gestagangur
Við erum búin að hafa marga góða gesti undanfarna daga. Bjarný og Hörður komu til Köben í nokkra daga til að versla húsgögn fyrir nýju búðina sína sem heitir Gallerí húsgögn og er í Kópavogi. Við fórum út að borða með þeim á Spiseloppen á fimmtudagskvöldið og þökkum þeim kærlega fyrir okkur.
Stóra Grænuhlíðagengið kom síðan á föstudaginn og erum við búin að gera margt skemmtilegt með þeim t.d. fara í Tívolí, í dýragarðinn, á ströndina og grilla í stóra húsinu þeirra. Veðrið er búið að vera mjög gott og spáin er enn betri :) Sól sól sól.
Við áttum líka góða stund með skemmtilegu fólki á Íslands bryggju á mánudagskvöldið. Þar hlustuðum við á Eivöru Pálsdóttir syngja á meðan við sleiktum sólina og borðuðum góðan mat.
Lengri pistill verður skrifaður seinna.......
En þangað til vil ég benda á að myndir eru komnar inn í myndir 1 og að ég er búinn að mastera að setja video á netið þannig að nú verður það nýjasta nýtt.
Byrjum hér að spennuhrollvekjunni Í klóm Dauðans, sem fjallar um hungraða ófreskju og vammlausan dreng.
Þar til næst............
Stóra Grænuhlíðagengið kom síðan á föstudaginn og erum við búin að gera margt skemmtilegt með þeim t.d. fara í Tívolí, í dýragarðinn, á ströndina og grilla í stóra húsinu þeirra. Veðrið er búið að vera mjög gott og spáin er enn betri :) Sól sól sól.
Við áttum líka góða stund með skemmtilegu fólki á Íslands bryggju á mánudagskvöldið. Þar hlustuðum við á Eivöru Pálsdóttir syngja á meðan við sleiktum sólina og borðuðum góðan mat.
Lengri pistill verður skrifaður seinna.......
En þangað til vil ég benda á að myndir eru komnar inn í myndir 1 og að ég er búinn að mastera að setja video á netið þannig að nú verður það nýjasta nýtt.
Byrjum hér að spennuhrollvekjunni Í klóm Dauðans, sem fjallar um hungraða ófreskju og vammlausan dreng.
Þar til næst............
Tuesday, July 04, 2006
I had the time of my life
Það var svo ótrúlega gaman á hróaskeldu. Nú skil ég loksins hvað fólk hefur verið að tala um og ég segi eins og aðrir: Allir ættu að prófa Hróaskeldu allavega einu sinni.
Skipulagningin og allt í kring um hátíðina eru til fyrirmyndar! Það sem kom mér á óvart er allur lúxusinn á hátíðinni, þarna getur maður keypt sér thailenskan, indverskan, gillmat, pizzur, hamborgara, hakk, grænmetisrétti og já nánast allt. Hægt er að kaupa ískaldan bjór, margarítur og aðra kokteila. Já þetta er lúxus. (Týbískt ég að tala um matinn á undan músíkinni).
Tónlistin var náttúrulega frábær á hátíðinni og hlustaði ég á margar skemmtilegar hljómsveitir, sumar þeirra var ég að sjá í fyrsta skiptið, aðrar hafði ég séð áður.
Ég ætlaði að fjalla lítillega um hverja hljómsveit fyrir sig en eftir að hafa skrifað komment undir allar 100 myndirnar sem þið getið skoðað í myndaalbúminu undir myndir 3 þá ætla ég að láta það duga að telja hljómsveitirnar upp.
Fimmtudagurinn:
Deus
Guns´N Roses
Föstudagurinn:
Eivör Pálsdóttir
Death Cab for cutie
Morrissey
Bob Dylan
Scissor Sisters
Laugardagurinn:
Deftones (rokk)
Tool (rokk)
Kanye West (rappari með meiru)
George Clinton Parliament/funkadelic (frábær stuð fönk hljómsveit)
Sunnudagurinn:
Norsk söngdíva
Wolfmother
The Strokes
Placebo
Franz Ferdinand
Roger Waters performing The Dark Side Of The Moon
Þetta var allt saman magnaðir tónleikar, ólýsanlegt.
Fyrir utan það að hlusta á góða tónlist var spjallað við skemmtilegt fólk, legið í sólbaði, borðað góðan mat og drukkið kaldan öl, kvartað yfir hita á daginn og kulda á næturna, dansað, hlegið en sem betur fer ekki grátið.
Ef þið farið í gegnum ævina án þess að fara á Hróa þá vorkenni ég ykkur. Já þetta eru stór orð. Þetta er bara svo ljúf hátið án slagsmála, vandræða og áberandi drykkjuláta. Það var meira að segja fullt af fjölskyldufólki þarna á sunnudeginum.
Það sem pirraði mig mest á hátíðinni var pissulyktin en einhversstaðar þarf fólk sem innbyrðir svona mikin bjór að pissa.... :)
Takk fyrir mig Hróaskelda!
Monday, June 26, 2006
Klukkan er sjö, nú verða lesnar fréttir
Heilir og sælir góðir landsmenn, það er Páll Guðbrandsson sem talar í misbeinni útsendingu frá Kaupmannahöfn. Í fréttum er þetta helst:
Ungur maður að nafni Þórsteinn Sigurðsson heimsótti Guðnýju og Pál í vikunni. Heimsóknin var ekki óvænt og hafði hennar verið beðið með óþreyju í þónokkurn tíma. Doddi er systursonur Guðnýjar og kom til Kaupmannahafnar á þriðjudaginn og gisti hjá heimilsfólkinu á Brydes Allé áður en hann hélt til Hróarskeldu til að vera viðstaddur mikla tónlistarhátíð sem þar fer fram einu sinni á ári hverju. Guðný og Palli fylgdu Dodda um miðbæ Kaupmannahafnar og sýndi frænka hans honum nokkrar flottustu búðirnar við mikla hrifningu unga mannsins. Farið var út að borða á
víetnömskum veitingastað þar sem var haft eftir Dodda: "Eruð þið viss um að það sé í lagi meða þetta, að þetta séu ekki kettir?" síðan var kíkt í Tívolí og farið í partý í hin nýju húsakynni Cosmógroupforstöðukvenna á Vesterbro. Aðspurð hafði Guðný þetta um málið að segja: "Já hann kom hérna út og við gerðum fullt af skemmtilegum hlutum saman, þetta var bara ógó fínt." Palli kaus að tjá sig ekki um málið að svo stöddu en hefur lofað fjölmiðlum yfirlýsingu innan 48 tíma.
Eins fram kom fyrr í fréttatímanum verður Hróarskelduhátíðin haldin um helgina og í raun alla þessa viku, því tjaldstæðið opnaði á sunnudaginn. Eftir því sem við komumst næst keyptu Palli og Guðný sér tjald á góðu verði hér úti og voru svo heppin að Bragi Brunavörður er einn þeirra sem halda á tjaldsvæði hátíðarinnar á sunnudeginum og bauðst hann til að tjalda þessu nýja tjaldi þeirra ásamt öðru samskonar tjaldi sem hann og Inga höfðu fengið hjá sama heildsala. En í þann mund sem Bragi hóf tjöldun reið ógæfan yfir. Tjöldin sem miðað við verð höfðu virst lítil og ómerkileg reyndust risastór og illviðráðanleg. Sjónarvottar segja að á tjaldsvæði Hróarskeldu hafi tvö sirkustjöld skyndilega skotið niður rótum. Eftir að tjöldun var lokið og sjónarvottar hættu sér að tjöldunum fannst Bragi í öðru tjaldinu en þangað hafði hann komist við illan leik. Var hann hrakinn og nokkuð dregið af honum og dvelur hann nú á tjaldhremmingardeild Hróarskelduspítala og er líðan hans með atvikum.
Jan Ole Skedbanegaard (sjá mynd) varð vitni af tjölduninni: "Ég sá hann leggja frá sér tvo poka og allt virtist með felldu en er hann opnaði pokana spruttu út þessu risatjöld og fyrr en varði var hann horfinn í tjaldskýi. Ég var búinn að fylgjast með honum tjalda nokkrum tjöldum fyrr um daginn og hann virtist mjög vanur en þegar um tjöld af þessari stærðargráðu er að ræða geta jafnvel reyndustu tjaldarar orðið undir." Þess má geta að Jan Ole er sjálfur með 20 ára tjöldunarreynslu og segist aldrei hafa séð annað eins. Við verðum með frekari fréttir af líðan Braga þegar þær berast.
Að lokum skulum við huga að veðri en það er góð spá framundan, einhverjir skúrir gætu orðið á fimmtudag en ekki eru miklar líkur á því, á föstudag, laugardag og sunnudag er síðan spá heiðskýru og 20-25 stiga hita.
Fleira er ekki í fréttum að sinni, veriði sæl.
Eins fram kom fyrr í fréttatímanum verður Hróarskelduhátíðin haldin um helgina og í raun alla þessa viku, því tjaldstæðið opnaði á sunnudaginn. Eftir því sem við komumst næst keyptu Palli og Guðný sér tjald á góðu verði hér úti og voru svo heppin að Bragi Brunavörður er einn þeirra sem halda á tjaldsvæði hátíðarinnar á sunnudeginum og bauðst hann til að tjalda þessu nýja tjaldi þeirra ásamt öðru samskonar tjaldi sem hann og Inga höfðu fengið hjá sama heildsala. En í þann mund sem Bragi hóf tjöldun reið ógæfan yfir. Tjöldin sem miðað við verð höfðu virst lítil og ómerkileg reyndust risastór og illviðráðanleg. Sjónarvottar segja að á tjaldsvæði Hróarskeldu hafi tvö sirkustjöld skyndilega skotið niður rótum. Eftir að tjöldun var lokið og sjónarvottar hættu sér að tjöldunum fannst Bragi í öðru tjaldinu en þangað hafði hann komist við illan leik. Var hann hrakinn og nokkuð dregið af honum og dvelur hann nú á tjaldhremmingardeild Hróarskelduspítala og er líðan hans með atvikum.
Að lokum skulum við huga að veðri en það er góð spá framundan, einhverjir skúrir gætu orðið á fimmtudag en ekki eru miklar líkur á því, á föstudag, laugardag og sunnudag er síðan spá heiðskýru og 20-25 stiga hita.
Fleira er ekki í fréttum að sinni, veriði sæl.
Sunday, June 18, 2006
17.júní fagnaður og bara almenn gleði
Við héldum 17.júní hátíðlegan með að fara niður á Amager-Strand í Íslendingafögnuð. Þar voru fjölmargir Íslendingar samankomnir til að hlusta á íslenska þjóðsönginn og ýmsar ræður, sjá samba og magadanssýningu, sýna sig og sjá aðra.
Veðrið lék við okkur og var algjör steik við ströndina. Dagurinn var mjög skemmtilegur, skemmtilegasti 17.júní síðan að ég var lítil stúlka. Eini svarti bletturinn á deginum var að allt íslenska nammið var búið þegar við mættum á svæðið...hverslags bissness er það...fullt af Íslendingum en nammið var uppselt á 15 mínútum.ARG. Ég tók samt fljótlega gleði mína á ný vegna þess að liðið hans Palla vann blakkeppnina. Palli var mjög ánægður með að vera næstum tveir metrar á hæð þegar hann rakaði inn blakstigunum :)
Hafið þið smakkað hollenskan mat? Það hef ég og veit að þeir nota mjög mikið krydd í matargerðina :) Við fórum á hollenskan veitingarstað á föstudagskvöldið ásamt Júlíu, Ara, Rut og Stebba. Þau pöntuðu sér sérréttinn sem var lamabakjöt í súpu, með hrísgrjónum og alskyns meðlæti t.d. melónum, banana, gúrku. Það fylgdi líka bakki með 10 mismunandi kryddjurtum, kókos, ristuðum kókos og fleira. Við vissum nú ekki almenninlega hvað við áttum að gera við allt þetta krydd og sturtuðum því yfir hrísgrjónin...mælum með ristuðum kókos með hrísgrjónum og banana :) Eftir matinn var farið á stað þar sem tilboð voru á barnum (auðvitað) og skellt í sér Mojito áður en við héldum heim á leið.
Í dag, sunnudag, fór ég og hitti Elísabetu og vin hennar sem heitir Varði í H.C.Örested garðinum. Dagurinn var mjög fínn og afslappandi. Þá er vinnudagurinn á morgun en á þriðjudaginn kemur Doddi frændi í heimsókn. Vei vei vei. Þá verður gert eitthvað skemmtilegt :)
Nýjar myndir undir Myndir 1.
Thursday, June 15, 2006
Í sól og sumaryl ég samdi þennan póst.......
Já sælt veri fólkið, það er Páll Guðbrandsson fréttaritari sem skrifar frá Kaupmannahöfn. Á þriðjudaginn kláraði ég síðasta prófið mitt og var það mikill léttir enda er maður vanur að vera búinn minnst mánuði fyrr. Ekki bætti úr skák að síðustu tvær vikurnar er búið að hlýna jafnt og þétt hér úti og fer hitinn rétt niðrí 13-15 gráður um næturnar en er annars mill 20 og 30. Þetta er farið að verða eins og á Mallorca, sængurnar eru komnar uppí skáp og maður sefur í svitabaði með lak yfir sér.
Á laugardaginn seinasta var eins og venjulega fótboltaleikur hjá FC Island og að venju vaktaði Gíraffinn miðjuna árvökull en jafnframt grimmur. Guðný kom að horfa á leikinn ásamt Gulla og Laufey og fleiri aðstandendum leikmanna. Ástæða þess var að eftir leikinn grilluðu allir leikmenn og aðstandendur saman á Solbakken kollegíinu. Eftir grillið var horft á Argentínu sigra Fílabeinsströndina. Eftir það var svo spilað pool og léttur póker tekinn áður en menn héldu heim á leið.
HM er í fullum gangi og er ég búinn að horfa á nokkra leiki og er þetta mjög skemmtilegt mót enn sem komið er. Þau lið sem hafa heillað mig mest eru Holland, Portúgal og Króatía og náttúrulega Ekvador sem hafa heldur betur komið öllum nema sjálfum sér á óvart. Áfram Ekvador!!! Ha? Max? Brasilía eru vonbrigðin hingað til og það að þeir leikir sem ég sá í fyrstu umferð voru litaðir af meiri leikaraskap en ég hef séð á nokkru HM. Mér finnst að eins og með gróf brot megi eftirá dæma menn í bann ef þeir sýna af sér leikaraskap, annars hafa þessir menn enga hvatningu til að hætta þessu. Ef ég fengi að ráða öllu þá yrðu þessir menn settir í gapastokk á einhverju torgi með beran bossan og ég myndi útdeila rotnum ávöxtum fyrir framendann og krikkettkylfum fyrir afturendann.
Uppselt er á Hróarskeldu og erum við hamingjusamir eigendur tveggja miða á festivalið. Dettur ekkert meira í hug núna, nema að ekki gefast upp í baráttunni gegn Bandarískum heimsyfirráðum.
Rokk og ról!!! og Áfram Ekvador!!! og Áfram Ég!!!
Thursday, June 08, 2006
Íslensk Kaupmannahöfn
Já það er margt sem kallað er íslenskt í Köben jafnvel þó að það sé ekki alveg ,,ekta íslenskt,,.
Skyrið okkar er komið til Köben eins og þið kannski vitið. Það er selt í búðum sem heita Irma sem eru með dýrustu (og flottustu) matvörubúðum hérna í Danmörku. Skyrið er næstum því í eins umbúðum og heima en það stendur hinsvegar framan á dönsku umbúðunum: Skyr er tilvalið til hádegisverðar eða sem eftirréttur (sé fyrir mér að bjóða Íslendingum upp á skyr sem eftirrétt hehe).
Ég fór auðvitað valhoppandi út í Irma til að kaupa mér skyr......VONBRIGÐI!!! Danska skyrið er mun þynnra en íslenska skyrið og alveg dísætt. Ég kann best við skyr.is en danska skyrið er með svona jarðaberjakögglum í...kann ekki við það... En danska skyrið er samt mun mun betra heldur en danska jógúrtið :)
Fórum á Da Vinci code í kvöld í boði Indiska (vinnan hans Palla). Hún var bara alveg ágæt, skil ekki allar þessar óánægjuraddir. Góðir leikarar og góð samtöl í myndinni.
Í gær fór ég í bæinn með Camillu vinkonu minni (en hún er alveg óð í ,,íslenska,,skyrið. Hún er á stærri myndinni hérna fyrir ofan, mér gekk eitthvað illa að setja myndirnar á réttan stað hehe). Við lágum allan daginn í garði í miðbænum og sóluðum okkar og borðuðum ís. Hérna er veðurspáin mjög góð fyrir næstu daga, þannig að ef einhver var að spá í að fara í helgarferð til Köben, þá er þetta rétta helgin. 25 gráður næstu vikuna og heiðskýrt. Helgin fer líklega í grillveislur og útiveru :)
Við erum búin að festa kaup á miðum á Hróaskeldu, vei vei. Það verður fjör.