Thursday, June 15, 2006
Í sól og sumaryl ég samdi þennan póst.......

Já sælt veri fólkið, það er Páll Guðbrandsson fréttaritari sem skrifar frá Kaupmannahöfn. Á þriðjudaginn kláraði ég síðasta prófið mitt og var það mikill léttir enda er maður vanur að vera búinn minnst mánuði fyrr. Ekki bætti úr skák að síðustu tvær vikurnar er búið að hlýna jafnt og þétt hér úti og fer hitinn rétt niðrí 13-15 gráður um næturnar en er annars mill 20 og 30. Þetta er farið að verða eins og á Mallorca, sængurnar eru komnar uppí skáp og maður sefur í svitabaði með lak yfir sér.
Á laugardaginn seinasta var eins og venjulega fótboltaleikur hjá FC Island og að venju vaktaði Gíraffinn miðjuna árvökull en jafnframt grimmur. Guðný kom að horfa á leikinn ásamt Gulla og Laufey og fleiri aðstandendum leikmanna. Ástæða þess var að eftir leikinn grilluðu allir leikmenn og aðstandendur saman á Solbakken kollegíinu. Eftir grillið var horft á Argentínu sigra Fílabeinsströndina. Eftir það var svo spilað pool og léttur póker tekinn áður en menn héldu heim á leið.
HM er í fullum gangi og er ég búinn að horfa á nokkra leiki og er þetta mjög skemmtilegt mót enn sem komið er. Þau lið sem hafa heillað mig mest eru Holland, Portúgal og Króatía og náttúrulega Ekvador sem hafa heldur betur komið öllum nema sjálfum sér á óvart. Áfram Ekvador!!! Ha? Max? Brasilía eru vonbrigðin hingað til og það að þeir leikir sem ég sá í fyrstu umferð voru litaðir af meiri leikaraskap en ég hef séð á nokkru HM. Mér finnst að eins og með gróf brot megi eftirá dæma menn í bann ef þeir sýna af sér leikaraskap, annars hafa þessir menn enga hvatningu til að hætta þessu. Ef ég fengi að ráða öllu þá yrðu þessir menn settir í gapastokk á einhverju torgi með beran bossan og ég myndi útdeila rotnum ávöxtum fyrir framendann og krikkettkylfum fyrir afturendann.

Uppselt er á Hróarskeldu og erum við hamingjusamir eigendur tveggja miða á festivalið. Dettur ekkert meira í hug núna, nema að ekki gefast upp í baráttunni gegn Bandarískum heimsyfirráðum.
Rokk og ról!!! og Áfram Ekvador!!! og Áfram Ég!!!