Thursday, April 27, 2006

Jesú: "Og sælir eru fátækir því........Jah, nei, þeir hafa svo sem ekkert til að vera sælir yfir"




Þessir tveir menn eiga það sameiginlegt að:

...........samt er bara annar þeirra sóttur til saka fyrir þessa hluti, skrýtið, pæling

Eftir samtal okkar Guðnýjar og Júlíu um broskalla, kúlur og það hve velmenntað (ætti heldur að vera réttmenntað) fólk græðir mikla peninga fór ég nú að hugsa minn gang. Þetta er allt spurning um að vilja þetta nógu mikið. Því hef ég ákveðið að tileinka mér nýjan kapítalista þenkjandi lífstíl og/eða hugsunarhátt. Maður verður víst ekki hamingjusamur án peninga, einnig verður maður að eiga peninga til að geta stundað þau áhugamál sem gera mann hamingjusaman og vinsælan. Þetta rann upp fyrir mér þegar ég horfði á Frasier um daginn og Niles bróðir hans mælti þessu fleygu orð sem verða mitt helgispjall héðan í frá:

"Frasier! We must get tickets to that play! Everybody who's somebody is gonna see that play! And do you know what you are if you're not somebody?................You're nobody!!!"

Ekki gengur nú að vera enginn, vanvera ætti það að kallast til að hjúpa hugtakið viðbjóði, láta það hljóma jafn illa og það er í raun.

Að þessum vangaveltum loknum vil ég deila með ykkur nokkrum af þeim lögum sem hafa mest hreyft við mér seinustu daga:

Jæja þetta er orðið gott í bili, skil við ykkur með textabroti frá 300 kílóa rapparanum Big Punisher (látinn, hjartaáfall) sem undirstrikar mikilvægi peninga en hann orti svo:

"Far from ugly, but they used to say I'm too chubby, but since the money, the honeys got nothing but love for me"


Saturday, April 22, 2006

Það eina sem skiptir máli í lífinu

2-1

Wednesday, April 19, 2006

Labbitúr

Já við skötuhjúin fórum í labbitúr á annan í páskum, löbbuðum hér heiman frá okkur og yfir til Guðbjargar og Magga. Við tókum léttan hring eftir síkjunum í Christianshavn og löbbuðum yfir brúnna og að bókasafninu. Bak við Svarta Demantinn er inngangurinn að gamla bókasafninu og það er ekkert smá flott. Einnig sáum við framhliðina á Kristjánsborg sem er mjög flottur kastali.


Síðan löbbuðum við yfir á Nansensgade til Magga og Guðbjargar og kíktum á litlu stelpuna þeirra sem þau eignuðust fyrir tveimur vikum. Allt gekk vel og hún er algjör dúlla og ekkert smá góð. Þetta var rosa skemmtilegur og afslappaður dagur og rosalega gaman að sjá lilluna á Nansensgade.

Meira á morgun

Myndir hér.

Wednesday, April 05, 2006

Smá ábending

Þetta er enginn pistill heldur vil ég bara benda öllum áhugamönnum um geðheilsu og því hvernig fer þegar ekki er hlúð að veiku fólki, að kíkja á heimasíðu Garons og lesa þar spampistilinn. Þetta er með því ótrúlegasta sem ég hef séð!

ps. Garon er ekki sá geðveiki.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?