Thursday, April 27, 2006
Jesú: "Og sælir eru fátækir því........Jah, nei, þeir hafa svo sem ekkert til að vera sælir yfir"

.jpg/180px-Saddam_Hussein_(107).jpg)
Þessir tveir menn eiga það sameiginlegt að:
- fyrirskipa árásir sem kosta þúsundir saklausra borgara lífið
- ráðast með valdi inní önnur lönd á höttunum eftir olíu
- leyfa/hvetja til pyntinga á föngum
- handtaka fólk og stinga því í dýflissu án þess að ákæra það eða hafa nokkur sönnunargögn gegn þeim
- gera það sem þeir vilja án þess að hlusta á sameinuðu þjóðirnir eða alþjóðasamfélagið í heild sinni
- margt, margt fleira
...........samt er bara annar þeirra sóttur til saka fyrir þessa hluti, skrýtið, pæling
Eftir samtal okkar Guðnýjar og Júlíu um broskalla, kúlur og það hve velmenntað (ætti heldur að vera réttmenntað) fólk græðir mikla peninga fór ég nú að hugsa minn gang. Þetta er allt spurning um að vilja þetta nógu mikið. Því hef ég ákveðið að tileinka mér nýjan kapítalista þenkjandi lífstíl og/eða hugsunarhátt. Maður verður víst ekki hamingjusamur án peninga, einnig verður maður að eiga peninga til að geta stundað þau áhugamál sem gera mann hamingjusaman og vinsælan. Þetta rann upp fyrir mér þegar ég horfði á Frasier um daginn og Niles bróðir hans mælti þessu fleygu orð sem verða mitt helgispjall héðan í frá:
"Frasier! We must get tickets to that play! Everybody who's somebody is gonna see that play! And do you know what you are if you're not somebody?................You're nobody!!!"
Ekki gengur nú að vera enginn, vanvera ætti það að kallast til að hjúpa hugtakið viðbjóði, láta það hljóma jafn illa og það er í raun.
Að þessum vangaveltum loknum vil ég deila með ykkur nokkrum af þeim lögum sem hafa mest hreyft við mér seinustu daga:
- Hope there's someone - Antony and the Johnsons, ótrúlega fallegt og einlægt lag með allsérstökum en jafnframt mögnuðum listamanni
- Don't think twice it's alright - Bob Dylan, mjög flott lag, textinn flottur, svona það sem þú segir við einhvern sem hefur gert þér eitthvað en þér er skítsama um
- The Ship Song - Nick Cave and the Bad Seeds, seiðandi lag með einum þeim alflottasta
- The Professor - Damien Rice, skemmtilegt lag þar sem hann tekur létta sjálfs-analysu
- Come fly with me - Frank Sinatra, náði í fullt af lögum með kallinum um daginn, það er eitthvað mjög afslappandi og sveiflukennt við þetta
- Bat Country - Avenged Sevenfold, Hér er ekkert verið að flækja málið, bara gamaldags graðhestarokk og svona gítarsólóa heyrir maður bara ekki lengur
- Lateralus - Tool, Bohemian Rhapsody okkar tíma, djúpt tekið í árinni en það er eitthvað epískt við þetta
- Holy Mountains - System of a Down, búinn að renna þónokkrum sinnum í gegnum Hypnotize/Mesmerize upp á síðkastið og þetta lag er eitt af fjölmörgum frábærum. Sú hljómsveit í heiminum sem mig langar mest að sjá live, auk þess sem þeir deila með mér Bush-hatrinu
Jæja þetta er orðið gott í bili, skil við ykkur með textabroti frá 300 kílóa rapparanum Big Punisher (látinn, hjartaáfall) sem undirstrikar mikilvægi peninga en hann orti svo:
"Far from ugly, but they used to say I'm too chubby, but since the money, the honeys got nothing but love for me"