Wednesday, October 19, 2005

The Vigilante



First they took his frozen fries.

Then they took his frozen lamb chops.

Now all he has is.......Revenge!!!!


He is The Vigilante.





Já það er sko ekkert grín að vera Ghettóbarn. Fyrir tveimur vikum síðan var brotist inn í eldhúsið okkar og einhverju smálegu stolið. Það var síðan í gærkveldi sem ég var að gera mig kláran í háttinn eftir að hafa horft á meistaradeildina, sem ég heyrði eitthvað þrusk frammi, einhver að fara inn í eldhús, svosem ekkert óvanalegt. Nema hvað að það var eitthvað of mikið þrusk þannig að ég kíki fram á gang og sé eldhúshurðina opna og ljósin þar slökkt, sem er skrýtið kl. 0200. Þar var allt á rúi og stúi og þegar ég fór aftur fram á gang sá ég þrjá gaura úti á svölum að hlaupa inní næstu blokk með fangið fullt af þýfi. Ég náttúrulega rauk inn og í skóna og út á svalir og yfir í hina blokkina, þar var enginn þannig að ég fór aftur út á svalir og þá sá ég einn gaurinn úti á hjólaplani að reyna að labba ógrunsamlega með fangið fullt af illum feng sem gekk frekar illa hjá honum. Hann fann augnráðið á bakinu og sneri sér við og sá mig uppi á svölum og hljóp fyrir hornið á blokkinni. Ég hljóp af stað og fann stiga niður og þegar ég kom út á götu sá ég gaurinn hoppa uppí svartan blæju sportbíl og horfa til baka áður en þeir ruku af stað útí nóttina.

Ég veit að þetta hljómar ótrúlega en þetta er alveg dagsatt, hvert orð!
Ok núna kemur punchline-ið: Það eina sem þeir stálu voru frosnar matvörur! Hvaða töffarar á svörtum sport-blæju benz/bmw stela mat frá fátækum námsmönnum!!! Það er nýr DVD-spilari í eldhúsinu, í einum skápnum eru rándýrir hnífar og fullt af víni. Nei nei, þeir vaða bara í frystana og stela mat.

Hér er mín kenning, er ég var í hinum æsispennandi eltingaleik sá ég að ræningjarnir voru ungir strákar af arabískum uppruna. Ég held að þeir séu úti að stela á hverri nóttu og síðan skella þeir þessu í hillurnar í búðinni hans Ahmed frænda þar sem hann selur þær með vænum gróða, sem myndi útskýra hið stórfurðulega vöruúrval í sumum þessara búða.

Já það er ekkert grín að vera Ghettóbarn. En þeir eru með lykil þannig að þegar búið verður að skipta um lás verður þetta ekkert mál. Síðan verður þetta betra þegar við fáum íbúð með eldhúsi. En þangað til fer ég bara í
og kaupi baseball kylfu og sit inní eldhúsi eins og grimmur
rauðbirkinn pit-bull.

En að öðrum efni þá er efterårs ferie og letin tröllríður samfélagi trúaðra. Svahildur commentadrottning kom með vinnunni í einn dag í gær og gott ef hún náði ekki að versla eitthvað. Séra Þórsteinn kom í morgun og fórum við með honum í bæjarrölt og á kaffihús og áttum huggulegan dag.

Ég spilaði tvo leiki um helgina með IF Gudrun, körfuboltadeild og setti 18 í fyrri og um 20 í seinni leiknum en báðir töpuðust tæpt. Eftir 5 vikur frá vegna meiðsla, hvíldartíma í sekúndum talinn í leikjunum og baráttu við gaura sem voru grínlaust 10 cm stærri en ég og ca 40 kílóum þyngri var líkami minn á mánudag í versta ástandi sem hann hefur verið í síðan Portúgal 2000. Krambúleraður er ekki orð en passar vel til lýsinga hér. En við erum með fínt lið og það verður gaman að spila með þeim í vetur.

Hurru er kominn með tennisökkla, holskeflubólgu og karpaltönnelsyndróm og hætti núna.

hilsen

Friday, October 14, 2005

Já já við kíkjum bara á leikinn og fáum okkur 1-2 bjóra

Þetta var fílingurinn á miðvikudaginn, Danir að spila seinasta leikinn sinn í undankeppni HM í Þýskalandi 2006 og þurftu að vinna Kazakhstan á meðan Albanir þurftu að ná stigi af Tyrkjum. Ekki komust Danagreyin áfram því Tyrkir unnu Albani með minnsta mögulega mun. Við horfðum á leikinn á Egegade hjá Ingu og Júlíu. Aðrir áhorfendur voru, Bragi(hennar Ingu), Ella, Anna, Tinna (li'l sis hennar Önnu), Örk og Hallur (vinur Ingu og Júlíu) auk að sjálfsögðu Ghettóbarnanna frá Dalslandsgade, þ.e.a.s. ég og Guðný. Í stuttu máli þá endaði þetta í allsherjar fylleríi þegar Inga og Júlía báðu viðstadda um hjálp við að tæma vínskápinn sinn (sem var barmafullur af víni). Þó það hafi ekki tekist er óhætt að segja að gerð hafi verið heiðarleg tilraun. Talandi um tilraunir þá var einnig gerð tilraun með ný afbrigði af drykkjum, t.d. Bloody Russian Cocaine, þar sem eru notaðir tómatar í stað sítrónu. Hmm, ég veit það ekki.



Allt í allt snilldar kvöld þar sem allt fór nú vel fram og allir voða glaðir og það er alla vega alltaf stuð að fara á Egegade. Við erum þó farin að hafa áhyggjur af því að við séum of partýglöð þannig að við höfum fengið tvo presta til að koma í heimsókn til okkar og leiðbeina okkur á rétta braut í lífinu, séra Guðbjörg kemur á morgun með sínum prestsherra Sigurði Páli og á miðvikudag mætir í séra Þórsteinn. Nei nei við erum nú bara að grínast, Guðbjörg og Siggi eru að koma úr ferðalagi frá St. Pétursborg í Rússlandi og ætla að fá að gista hjá okkur og Þórsteinn kemur í viðskiptaferð að ég held.

Danir eru snillingar í að taka hlutunum með ró, þegar maður er kominn svona almennilega í skólagírinn og með góðan lestrar rythma þá skella þeir bara á efterårsferie, þ.e.a.s. það er frí í nánast öllum skólum í Danmörku alla næstu viku??? Bara svona svo fólk fari ekki að missa sig alveg í einhverju námsstressi?!?

Þrír pirr-punktar:
1. Vísindakirkjan. Hún er verkfæri djöfulsins, fyrst hélt ég að Tommi Krús væri bara vitleysingur en eftir að hafa lesið mér til um Vísindakirkjuna er ljóst að hann og félagar hans eru friggin geðsjúklingar!!!

2. Sænski strákurinn sem er með mér í skóla. Ohhh! Síðan þurfti ég endilega að lenda með honum í hóp í stóru verkefni.

3. Danir vita ekki hvað sturtubotnar eru.

Þrír ánægju-punktar:
1. Erum að fá tvær heimsóknir í sömu vikunni, rosa gaman.

2. Vikufrí og ennþá rosa fínt veður, hvað get ég sagt.

3. Good times, good times.

Myrkur í Máli kveður að sinni.
p.s. myndirnar frá Egegade eru í Myndir 2

Tuesday, October 11, 2005

I gotta have more cowbell!!!!



Já gott kvöld góðir landsmenn nær og fjær! Það er útvarp Dalslandsgade sem talar. Hér allt í ljómandi góðum slætti og heimilisfólkinu heilsast vel. Lífið farið að verða svona ósköp venjulegt skólalíf. Myndirnar komnar sem við lofuðum, eru í Myndir 1 í möppunum Djamm á Mexi og Íslandsför. Ég fór á körfuboltaæfingu á mánudaginn, var að láta reyna á ökklann í fyrsta sinn eftir meiðslin í fyrr í sumar. Var farinn að verða ansi pirraður á að komast ekki í bolta. Var furðu seigur þrátt fyrir ryð og á eftir að fá að spila nóg með þessu liði. Gaman að því, hefur maður eitthvað að sprikla í í sumar.

Heyrðu já! Myrkur bara kominn með sítt að aftan! En það er bara cool, þið vitið hvað þeir segja:















Business in the front!

















PARTY in the back!!!!

Saturday, October 08, 2005

Afmælisbarn dagsins!


Við viljum óska drottningu commentanna, manneskjunni sem heldur síðunni lifandi, til hamingju með daginn!

Til lykke med fødselsdagen Svansí!!!

Wednesday, October 05, 2005

Hávaði hefur mismunandi áhrif á fólk


This page is powered by Blogger. Isn't yours?