Wednesday, July 26, 2006
Netid dágóda
Samantekt:
Vorum í Svíthjód, rosalega gaman.
Einar og Sjöfn og Pálmi eru ad koma í heimsókn, 2. - 6. ágúst
Förum í heimsókn heim á klakann 18. ágúst.
Óver end Át.
Wednesday, July 12, 2006
Gestagangur
Stóra Grænuhlíðagengið kom síðan á föstudaginn og erum við búin að gera margt skemmtilegt með þeim t.d. fara í Tívolí, í dýragarðinn, á ströndina og grilla í stóra húsinu þeirra. Veðrið er búið að vera mjög gott og spáin er enn betri :) Sól sól sól.
Við áttum líka góða stund með skemmtilegu fólki á Íslands bryggju á mánudagskvöldið. Þar hlustuðum við á Eivöru Pálsdóttir syngja á meðan við sleiktum sólina og borðuðum góðan mat.
Lengri pistill verður skrifaður seinna.......
En þangað til vil ég benda á að myndir eru komnar inn í myndir 1 og að ég er búinn að mastera að setja video á netið þannig að nú verður það nýjasta nýtt.
Byrjum hér að spennuhrollvekjunni Í klóm Dauðans, sem fjallar um hungraða ófreskju og vammlausan dreng.
Þar til næst............
Monday, June 26, 2006
Klukkan er sjö, nú verða lesnar fréttir
Eins fram kom fyrr í fréttatímanum verður Hróarskelduhátíðin haldin um helgina og í raun alla þessa viku, því tjaldstæðið opnaði á sunnudaginn. Eftir því sem við komumst næst keyptu Palli og Guðný sér tjald á góðu verði hér úti og voru svo heppin að Bragi Brunavörður er einn þeirra sem halda á tjaldsvæði hátíðarinnar á sunnudeginum og bauðst hann til að tjalda þessu nýja tjaldi þeirra ásamt öðru samskonar tjaldi sem hann og Inga höfðu fengið hjá sama heildsala. En í þann mund sem Bragi hóf tjöldun reið ógæfan yfir. Tjöldin sem miðað við verð höfðu virst lítil og ómerkileg reyndust risastór og illviðráðanleg. Sjónarvottar segja að á tjaldsvæði Hróarskeldu hafi tvö sirkustjöld skyndilega skotið niður rótum. Eftir að tjöldun var lokið og sjónarvottar hættu sér að tjöldunum fannst Bragi í öðru tjaldinu en þangað hafði hann komist við illan leik. Var hann hrakinn og nokkuð dregið af honum og dvelur hann nú á tjaldhremmingardeild Hróarskelduspítala og er líðan hans með atvikum. Jan Ole Skedbanegaard (sjá mynd) varð vitni af tjölduninni: "Ég sá hann leggja frá sér tvo poka og allt virtist með felldu en er hann opnaði pokana spruttu út þessu risatjöld og fyrr en varði var hann horfinn í tjaldskýi. Ég var búinn að fylgjast með honum tjalda nokkrum tjöldum fyrr um daginn og hann virtist mjög vanur en þegar um tjöld af þessari stærðargráðu er að ræða geta jafnvel reyndustu tjaldarar orðið undir." Þess má geta að Jan Ole er sjálfur með 20 ára tjöldunarreynslu og segist aldrei hafa séð annað eins. Við verðum með frekari fréttir af líðan Braga þegar þær berast.
Að lokum skulum við huga að veðri en það er góð spá framundan, einhverjir skúrir gætu orðið á fimmtudag en ekki eru miklar líkur á því, á föstudag, laugardag og sunnudag er síðan spá heiðskýru og 20-25 stiga hita.
Fleira er ekki í fréttum að sinni, veriði sæl.
Thursday, June 15, 2006
Í sól og sumaryl ég samdi þennan póst.......
Já sælt veri fólkið, það er Páll Guðbrandsson fréttaritari sem skrifar frá Kaupmannahöfn. Á þriðjudaginn kláraði ég síðasta prófið mitt og var það mikill léttir enda er maður vanur að vera búinn minnst mánuði fyrr. Ekki bætti úr skák að síðustu tvær vikurnar er búið að hlýna jafnt og þétt hér úti og fer hitinn rétt niðrí 13-15 gráður um næturnar en er annars mill 20 og 30. Þetta er farið að verða eins og á Mallorca, sængurnar eru komnar uppí skáp og maður sefur í svitabaði með lak yfir sér.
Á laugardaginn seinasta var eins og venjulega fótboltaleikur hjá FC Island og að venju vaktaði Gíraffinn miðjuna árvökull en jafnframt grimmur. Guðný kom að horfa á leikinn ásamt Gulla og Laufey og fleiri aðstandendum leikmanna. Ástæða þess var að eftir leikinn grilluðu allir leikmenn og aðstandendur saman á Solbakken kollegíinu. Eftir grillið var horft á Argentínu sigra Fílabeinsströndina. Eftir það var svo spilað pool og léttur póker tekinn áður en menn héldu heim á leið.
HM er í fullum gangi og er ég búinn að horfa á nokkra leiki og er þetta mjög skemmtilegt mót enn sem komið er. Þau lið sem hafa heillað mig mest eru Holland, Portúgal og Króatía og náttúrulega Ekvador sem hafa heldur betur komið öllum nema sjálfum sér á óvart. Áfram Ekvador!!! Ha? Max? Brasilía eru vonbrigðin hingað til og það að þeir leikir sem ég sá í fyrstu umferð voru litaðir af meiri leikaraskap en ég hef séð á nokkru HM. Mér finnst að eins og með gróf brot megi eftirá dæma menn í bann ef þeir sýna af sér leikaraskap, annars hafa þessir menn enga hvatningu til að hætta þessu. Ef ég fengi að ráða öllu þá yrðu þessir menn settir í gapastokk á einhverju torgi með beran bossan og ég myndi útdeila rotnum ávöxtum fyrir framendann og krikkettkylfum fyrir afturendann.
Í gær fórum við síðan yfir til Svíðþjóðar og vorum viðstödd útskrift Theodórs frænda frá menntaskóla. Theodór er sonur Ellu systur hennar mömmu sem býr í Staffanstorp í Svíþjóð. Ella og Bjarni maður hennar héldu frábæra veislu og buðu uppá frábærar veitingar, m.a. hangikjöt. Útskriftin sjálf var alveg frábær en allir ættingjarnir söfnuðust saman fyrir utan skólann og fögnuðu gríðarlega þegar einn bekkur í einu stökk út um dyr skólans öskrandi og blásandi í dómaraflautur. Hver fjölskylda var með skilti með nafni síns nema á barna mynd af viðkomandi. Eftir að krakkarnir komu út og fundu fjölskylduna sína settu þau á sig plast svuntur til að vernda fínu fötin fyrir öllum blómunum sem voru síðan hengd um hálsinn á þeim. Síðan voru krakkarnir keyrðir heim í alls kyns mismunandi farartækjum sem fjölskyldan hafði útvegað. Theodór og nágranni hans voru keyrðir heim í svaka flottum gömlum blæju cadillac. Þetta var svaka skemmtilegur dagur og gaman að sjá Ingibjörgu dóttur Ellu og Bjarna og Markus mann hennar og Kasper son þeirra.
Uppselt er á Hróarskeldu og erum við hamingjusamir eigendur tveggja miða á festivalið. Dettur ekkert meira í hug núna, nema að ekki gefast upp í baráttunni gegn Bandarískum heimsyfirráðum.
Rokk og ról!!! og Áfram Ekvador!!! og Áfram Ég!!!
Friday, May 26, 2006
Lærdómsgleði og markasúld
Thursday, April 27, 2006
Jesú: "Og sælir eru fátækir því........Jah, nei, þeir hafa svo sem ekkert til að vera sælir yfir"
Þessir tveir menn eiga það sameiginlegt að:
- fyrirskipa árásir sem kosta þúsundir saklausra borgara lífið
- ráðast með valdi inní önnur lönd á höttunum eftir olíu
- leyfa/hvetja til pyntinga á föngum
- handtaka fólk og stinga því í dýflissu án þess að ákæra það eða hafa nokkur sönnunargögn gegn þeim
- gera það sem þeir vilja án þess að hlusta á sameinuðu þjóðirnir eða alþjóðasamfélagið í heild sinni
- margt, margt fleira
...........samt er bara annar þeirra sóttur til saka fyrir þessa hluti, skrýtið, pæling
Eftir samtal okkar Guðnýjar og Júlíu um broskalla, kúlur og það hve velmenntað (ætti heldur að vera réttmenntað) fólk græðir mikla peninga fór ég nú að hugsa minn gang. Þetta er allt spurning um að vilja þetta nógu mikið. Því hef ég ákveðið að tileinka mér nýjan kapítalista þenkjandi lífstíl og/eða hugsunarhátt. Maður verður víst ekki hamingjusamur án peninga, einnig verður maður að eiga peninga til að geta stundað þau áhugamál sem gera mann hamingjusaman og vinsælan. Þetta rann upp fyrir mér þegar ég horfði á Frasier um daginn og Niles bróðir hans mælti þessu fleygu orð sem verða mitt helgispjall héðan í frá:
"Frasier! We must get tickets to that play! Everybody who's somebody is gonna see that play! And do you know what you are if you're not somebody?................You're nobody!!!"
Ekki gengur nú að vera enginn, vanvera ætti það að kallast til að hjúpa hugtakið viðbjóði, láta það hljóma jafn illa og það er í raun.
Að þessum vangaveltum loknum vil ég deila með ykkur nokkrum af þeim lögum sem hafa mest hreyft við mér seinustu daga:
- Hope there's someone - Antony and the Johnsons, ótrúlega fallegt og einlægt lag með allsérstökum en jafnframt mögnuðum listamanni
- Don't think twice it's alright - Bob Dylan, mjög flott lag, textinn flottur, svona það sem þú segir við einhvern sem hefur gert þér eitthvað en þér er skítsama um
- The Ship Song - Nick Cave and the Bad Seeds, seiðandi lag með einum þeim alflottasta
- The Professor - Damien Rice, skemmtilegt lag þar sem hann tekur létta sjálfs-analysu
- Come fly with me - Frank Sinatra, náði í fullt af lögum með kallinum um daginn, það er eitthvað mjög afslappandi og sveiflukennt við þetta
- Bat Country - Avenged Sevenfold, Hér er ekkert verið að flækja málið, bara gamaldags graðhestarokk og svona gítarsólóa heyrir maður bara ekki lengur
- Lateralus - Tool, Bohemian Rhapsody okkar tíma, djúpt tekið í árinni en það er eitthvað epískt við þetta
- Holy Mountains - System of a Down, búinn að renna þónokkrum sinnum í gegnum Hypnotize/Mesmerize upp á síðkastið og þetta lag er eitt af fjölmörgum frábærum. Sú hljómsveit í heiminum sem mig langar mest að sjá live, auk þess sem þeir deila með mér Bush-hatrinu
Jæja þetta er orðið gott í bili, skil við ykkur með textabroti frá 300 kílóa rapparanum Big Punisher (látinn, hjartaáfall) sem undirstrikar mikilvægi peninga en hann orti svo:
"Far from ugly, but they used to say I'm too chubby, but since the money, the honeys got nothing but love for me"