Tuesday, February 21, 2006
Fía!!!
Fía systir hans Stulla kom á sunnudaginn og er hjá okkur fram á fimmtudaginn. Á sunnudaginn fórum við með henni í mat hjá Magga og Guðbjörgu og borðuðum flottann mexíkanskan mat. Í gær fóru Fía, Guðbjörg og Guðný í bæinn og þræddu búðirnar í miðbænum og skoðuðu aðrar markverðar byggingar, s.s. Amelíuborg og Marmarakirkjuna. Þær borðuðu gríðarlegar samlokur á einhverju gríðarlegu kaffihúsi á Nyhavn. Eftir vinnu hitti Guðný þær og þær fóru með pizzur til Magga og Guðbjargar og höfðu það kósí með snakki og ís.
Í dag fór Guðný í vinnu kl. 10 þannig að Fía var svo heppin að Páll fór með henni í bæinn og jós úr skálum tískuvits síns og er hann ekki auðveldlega þurrausinn sá brunnurinn. Eftir að hafa skoðað bæinn í rólegheitunum og fengið sér að borða á Skjaldbökunni, frábærar samlokur þar sem maður nánast gerir lokuna sjálfur, fórum við og sóttum Guðnýju í vinnuna og nældum okkur síðan í Massimo sem við hlupum með heim í snarheitum og rifum í okkur með bestustu lyst.
Í kvöld ætla stelpurnar í samvinnu við Guðbjörgu og Ingu Rún að skella sér á Mexibar (sem er Hviids Vinstue okkar tíma). Á sama tíma skundar Palli á The Globe til að hvetja Liverpool til dáða í stríðinu gegn Benfica í barátunni um Evrópu. Eina Frozen Strawberry Margharitu takk!
Í dag fór Guðný í vinnu kl. 10 þannig að Fía var svo heppin að Páll fór með henni í bæinn og jós úr skálum tískuvits síns og er hann ekki auðveldlega þurrausinn sá brunnurinn. Eftir að hafa skoðað bæinn í rólegheitunum og fengið sér að borða á Skjaldbökunni, frábærar samlokur þar sem maður nánast gerir lokuna sjálfur, fórum við og sóttum Guðnýju í vinnuna og nældum okkur síðan í Massimo sem við hlupum með heim í snarheitum og rifum í okkur með bestustu lyst.
Í kvöld ætla stelpurnar í samvinnu við Guðbjörgu og Ingu Rún að skella sér á Mexibar (sem er Hviids Vinstue okkar tíma). Á sama tíma skundar Palli á The Globe til að hvetja Liverpool til dáða í stríðinu gegn Benfica í barátunni um Evrópu. Eina Frozen Strawberry Margharitu takk!
Thursday, February 09, 2006
Veðurvolæði og Hogwarts

Já það er voðalega íslenskt veður þessa dagana hér í Köben, grátt yfir og slabb. Nú er skólinn byrjaður með því stuði sem honum fylgir og ég fór í skólann á þriðjudaginn, reyndar í prýðisveðri og tók myndir sem ég var búinn að lofa að setja hér inn. Þær eru s.s. í Myndir 1. Þetta er skólinn minn, þ.e.a.s. aðsetur sálfræðideildar Kaupmannahafnarháskóla. Þetta er eldgamall spítali, Kommunehospitalet, sem nú hýsir sálfræðinema og kennara þeirra. Þetta er rosa gömul og flott bygging og manni finnst maður virkilega vera í Háskóla þegar maður er á vappi þarna. Það versta er að ég er aðallega í einhverjum fyrirlestrarsölum út í bæ núna eftir áramót en maður mun koma í Kommunehospitalet til að lesa, er kominn með svona rútínu þar, voða þægilegt. Síðan á sumrin sitja allir úti í garðinum í miðjunni, þar sem styttan er og lesa eða spjalla og aðallega að reykja. En allt í allt mun virðulegri og menntalegri bygging en Oddi og Lögberg og þessi köldu ópraktísku egóflippshús heima. Við skulum nú ekki einu sinni ræða Öskjuna, þá fer ég nú bara að froðufella.
Já nú í vor eru það þrjú fög á döfinni hjá mér. Það eru Persónuleikasálfræði, Vinnu- og skipulags sálfræði og Lovgivning og etik (lagasetning og siðferði innan sálfræðinnar). Þetta eru allt spennandi fög og ég hlakka sérstaklega til að sitja vinnusálfræðina þar sem það er mjög spennandi kostur uppá framhaldsnám að gera.
Í lokin pirr og glaðningalisti Páls:
Pirrandi:
Arjen Robben, væri alveg til í að rétta honum ástæðu til að hrynja í gólfið
Veður, slabb, grámygla, kuldi
Ofbeldi í Múhammeðsdeilunni, hreinn og klár barbarismi, hefur ekkert með boðskap kóransins að gera, skil að fólk verði reitt en god damn
Liverpool, hvað er í gangi?
Glaðningur:
Skólinn, gaman að vera byrjaður aftur
Dallas Mavericks, búnir að vinna 12 í röð og efstir í vesturdeildinni
Vor, með hverjum degi dregur nær sumri (og HM í fótbolta)
Wednesday, February 01, 2006
Af handbolta, SprutNu og leyndum hæfileikum Margrétar Danadrottningar

Já sælt veri fólkið! Hvað hefur verið að gerast? Á föstudaginn sátum við ásamt Gulla límd við sjónvarpið og hvöttum strákana okkar áfram gegn Dönum í handboltanum. Við Gulli sungum hástöfum með þjóðsöngnum og hvöttum vel til að láta nú alla í blokkinni vita að hér væru íslendingar á ferð og Guðný breyttist í taugahrúgu eins og vill gerast þegar hún horfir á spennandi íþróttaleiki. Danir líta á Óla Stefáns sem einhverns konar Guð og það var talað um hann fyrir leikinn, í leiknum, eftir leikinn og í blöðunum daginn eftir, fyndið miðað við að maðurinn spilaði ekki einu sinni.
Á laugardaginn var síðan semester-start fest á Öresundskollegie og við skelltum okkur til krakkanna á ganginum og borðuðum með þeim mexíkanskan/mexkóskan og síðan var heljar ball niðrí Sumpen, sem er festrum/bíósalur. Vantaði ekki stemmninguna það kvöldið, allir dönsuðu og gleðin var við völd.

Síðan í dag vorum við skötuhjúin mjög menningarleg og skelltum okkur í Statens Museum for Kunst og kíktum á málverkasýningu sem bar heitið Highlights og spannaði sögu evrópskrar myndlistar. Þarna gaf að líta málverk eftir Picasso, Rubens og sjálfa Margréti Danadrottningu sem er jú órjúfanlegur hluti af evrópskri myndlistarsögu. Þvínæst fórum við á kaffihús og enduðum daginn á að fara á kaffihús (já, aftur) með Gulla og Laufeyju þar sem farið var yfir allar hliðar hins svokallaða Múhammeðsmáls sem öllu er tröllríða hér úti. Já ekki er ein beljan stök, jafnvel þó skjöldótt sé! Nýjar myndir komnar í Myndir 2 hér til hægri.
Ég bið áheyrendur vel að lifa og óska landsmönnum öllum velfarnaðar, veriði sæl.