Tuesday, February 21, 2006

Fía!!!

Fía systir hans Stulla kom á sunnudaginn og er hjá okkur fram á fimmtudaginn. Á sunnudaginn fórum við með henni í mat hjá Magga og Guðbjörgu og borðuðum flottann mexíkanskan mat. Í gær fóru Fía, Guðbjörg og Guðný í bæinn og þræddu búðirnar í miðbænum og skoðuðu aðrar markverðar byggingar, s.s. Amelíuborg og Marmarakirkjuna. Þær borðuðu gríðarlegar samlokur á einhverju gríðarlegu kaffihúsi á Nyhavn. Eftir vinnu hitti Guðný þær og þær fóru með pizzur til Magga og Guðbjargar og höfðu það kósí með snakki og ís.

Í dag fór Guðný í vinnu kl. 10 þannig að Fía var svo heppin að Páll fór með henni í bæinn og jós úr skálum tískuvits síns og er hann ekki auðveldlega þurrausinn sá brunnurinn. Eftir að hafa skoðað bæinn í rólegheitunum og fengið sér að borða á Skjaldbökunni, frábærar samlokur þar sem maður nánast gerir lokuna sjálfur, fórum við og sóttum Guðnýju í vinnuna og nældum okkur síðan í Massimo sem við hlupum með heim í snarheitum og rifum í okkur með bestustu lyst.

Í kvöld ætla stelpurnar í samvinnu við Guðbjörgu og Ingu Rún að skella sér á Mexibar (sem er Hviids Vinstue okkar tíma). Á sama tíma skundar Palli á The Globe til að hvetja Liverpool til dáða í stríðinu gegn Benfica í barátunni um Evrópu. Eina Frozen Strawberry Margharitu takk!



<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?