Wednesday, February 01, 2006
Af handbolta, SprutNu og leyndum hæfileikum Margrétar Danadrottningar

Já sælt veri fólkið! Hvað hefur verið að gerast? Á föstudaginn sátum við ásamt Gulla límd við sjónvarpið og hvöttum strákana okkar áfram gegn Dönum í handboltanum. Við Gulli sungum hástöfum með þjóðsöngnum og hvöttum vel til að láta nú alla í blokkinni vita að hér væru íslendingar á ferð og Guðný breyttist í taugahrúgu eins og vill gerast þegar hún horfir á spennandi íþróttaleiki. Danir líta á Óla Stefáns sem einhverns konar Guð og það var talað um hann fyrir leikinn, í leiknum, eftir leikinn og í blöðunum daginn eftir, fyndið miðað við að maðurinn spilaði ekki einu sinni.
Á laugardaginn var síðan semester-start fest á Öresundskollegie og við skelltum okkur til krakkanna á ganginum og borðuðum með þeim mexíkanskan/mexkóskan og síðan var heljar ball niðrí Sumpen, sem er festrum/bíósalur. Vantaði ekki stemmninguna það kvöldið, allir dönsuðu og gleðin var við völd.

Síðan í dag vorum við skötuhjúin mjög menningarleg og skelltum okkur í Statens Museum for Kunst og kíktum á málverkasýningu sem bar heitið Highlights og spannaði sögu evrópskrar myndlistar. Þarna gaf að líta málverk eftir Picasso, Rubens og sjálfa Margréti Danadrottningu sem er jú órjúfanlegur hluti af evrópskri myndlistarsögu. Þvínæst fórum við á kaffihús og enduðum daginn á að fara á kaffihús (já, aftur) með Gulla og Laufeyju þar sem farið var yfir allar hliðar hins svokallaða Múhammeðsmáls sem öllu er tröllríða hér úti. Já ekki er ein beljan stök, jafnvel þó skjöldótt sé! Nýjar myndir komnar í Myndir 2 hér til hægri.
Ég bið áheyrendur vel að lifa og óska landsmönnum öllum velfarnaðar, veriði sæl.