Thursday, February 09, 2006

Veðurvolæði og Hogwarts


Já það er voðalega íslenskt veður þessa dagana hér í Köben, grátt yfir og slabb. Nú er skólinn byrjaður með því stuði sem honum fylgir og ég fór í skólann á þriðjudaginn, reyndar í prýðisveðri og tók myndir sem ég var búinn að lofa að setja hér inn. Þær eru s.s. í Myndir 1. Þetta er skólinn minn, þ.e.a.s. aðsetur sálfræðideildar Kaupmannahafnarháskóla. Þetta er eldgamall spítali, Kommunehospitalet, sem nú hýsir sálfræðinema og kennara þeirra. Þetta er rosa gömul og flott bygging og manni finnst maður virkilega vera í Háskóla þegar maður er á vappi þarna. Það versta er að ég er aðallega í einhverjum fyrirlestrarsölum út í bæ núna eftir áramót en maður mun koma í Kommunehospitalet til að lesa, er kominn með svona rútínu þar, voða þægilegt. Síðan á sumrin sitja allir úti í garðinum í miðjunni, þar sem styttan er og lesa eða spjalla og aðallega að reykja. En allt í allt mun virðulegri og menntalegri bygging en Oddi og Lögberg og þessi köldu ópraktísku egóflippshús heima. Við skulum nú ekki einu sinni ræða Öskjuna, þá fer ég nú bara að froðufella.

Já nú í vor eru það þrjú fög á döfinni hjá mér. Það eru Persónuleikasálfræði, Vinnu- og skipulags sálfræði og Lovgivning og etik (lagasetning og siðferði innan sálfræðinnar). Þetta eru allt spennandi fög og ég hlakka sérstaklega til að sitja vinnusálfræðina þar sem það er mjög spennandi kostur uppá framhaldsnám að gera.

Í lokin pirr og glaðningalisti Páls:
Pirrandi:
Arjen Robben, væri alveg til í að rétta honum ástæðu til að hrynja í gólfið
Veður, slabb, grámygla, kuldi
Ofbeldi í Múhammeðsdeilunni, hreinn og klár barbarismi, hefur ekkert með boðskap kóransins að gera, skil að fólk verði reitt en god damn
Liverpool, hvað er í gangi?

Glaðningur:
Skólinn, gaman að vera byrjaður aftur
Dallas Mavericks, búnir að vinna 12 í röð og efstir í vesturdeildinni
Vor, með hverjum degi dregur nær sumri (og HM í fótbolta)



<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?