Wednesday, April 19, 2006

Labbitúr

Já við skötuhjúin fórum í labbitúr á annan í páskum, löbbuðum hér heiman frá okkur og yfir til Guðbjargar og Magga. Við tókum léttan hring eftir síkjunum í Christianshavn og löbbuðum yfir brúnna og að bókasafninu. Bak við Svarta Demantinn er inngangurinn að gamla bókasafninu og það er ekkert smá flott. Einnig sáum við framhliðina á Kristjánsborg sem er mjög flottur kastali.


Síðan löbbuðum við yfir á Nansensgade til Magga og Guðbjargar og kíktum á litlu stelpuna þeirra sem þau eignuðust fyrir tveimur vikum. Allt gekk vel og hún er algjör dúlla og ekkert smá góð. Þetta var rosa skemmtilegur og afslappaður dagur og rosalega gaman að sjá lilluna á Nansensgade.

Meira á morgun

Myndir hér.



<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?