Friday, January 27, 2006

Guð er kominn heim!!!


Það er ekki hægt að óska sér betri frétta rétt áður en maður fer til Anfield en að hinn eini sanni Anfield Guð, Robbie Fowler, er kominn heim. Ég bæti við þennann póst á eftir vildi bara koma þessu á framfæri sem fyrst!

Já það er vel við hæfi að fagna á þessum hátíðardegi þegar týndi sonurinn snýr heim! Ekki nóg með það að maðurinn sé ótrúlega hæfileikaríkur knattpyrnumaður þá er hann líka snillingur og einhver mesti Poolari sem til er! Hér er flottur Robbie Fowler top 10 list:

1) Scoring five goals on his home debut - in the 5-0 League Cup win over Fulham in 1993. When asked how he celebrated this feat, he said: "After the Fulham game, I went round the chippy with my mates and got a big kiss from my mum when I got home!" Awwwwww!

2) Lifting his shirt to reveal a t-shirt displaying the words ‘Support The 500 Sacked Dockers’ during a UEFA Cup tie – earning the respect of the working classes but the wrath of UEFA with a £1,000 fine. But even they began their letter: ‘It might seem strange and even unfair…’

3) Responding to Evertonian taunts that he "had a friend called Charles" by getting down on all fours to simulate the snorting of the white line marking on the pitch. This was made even more glorious by Gèrard Houllier's explanation that Robert was merely "pretending to be a cow eating grass". The bods at the FA were not quite so naïve and gave him a four-match ban.

4) Cutting up a pair of Neil Ruddock’s £300 Gucci shoes after being told that the hard man had urinated in his shoes. Ruddock punched him in the nose in a crowded airport and Steve Harkness was later revealed to be the peeing prankster.

5) Maturely reacting to a running battle with Graeme Le Saux by leaning over in front of the Chelsea defender and parting his butt cheeks in reference to Le Saux’s alleged homosexuality. His japes cost him a two-match ban.

6) Showing rare sportsmanship for a footballer by pleading with the referee not to punish David Seaman when he was adjudged to have been brought down by the Arsenal keeper in the box at Highbury. Fowler’s pleas were ignored but he made himself a lot of friends by taking a weak penalty that was easily saved. Jason McAteer had no such reservations and banged in the rebound. Fowler got a commendation from FIFA for his actions. McAteer did not.

7) Getting himself arrested just days after joining Leeds when a photographer attempted to take pictures of the drunken, sleeping Fowler clad in military uniform and holding a replica gun while on a Christmas party. A previous festive gathering had seen Fowler having to be persuaded not to go as ‘the gimp from Pulp Fiction’.

8) Scoring a hat-trick in four minutes 32 seconds against Arsenal in 1994 – just to prove that ‘The Best of Robbie Fowler’ sometimes is about the football.

9) When asked in a Loaded magazine interview about his chat-up techniques, revealed that his favourite was: “Do you like jewels? You should suck my dick – it’s a gem.”

10) Trashing the room of England Under-21 colleague Trevor Sinclair ‘for a laugh’. Funnily enough, Sinclair did not get the joke. Some people have no sense of humour…

Oooooh þetta er snilld, segir svolítið um Houllier, hvað hann er heimskur, þegar hann reynir að "covera" snortið hjá Fowler. The Toxteth Terror er snúinn heim, þeg get varla skrifað nokkuð, þetta er eins og í lygasögu, ég hefði ekki getað skrifað betra handrit sjálfur!


Monday, January 23, 2006

Stinni Marri Hinni Nonni......


......verður nýji prinsinn kallaður af vinum og kunningjum er hann vex úr grasi. Já prinsi litli var skírður á laugardaginn og í tilefni þess var haldin vegleg skírnarveisla. 22 tignir gestir mættu og voru það mikið til vinir Ingu og Júlíu auk þess sem Guðbjörg systir kom með. Við fórum á Spiseloppen í Christianiu og er alveg óhætt að segja að staðurinn hafi komið manni skemmtilega á óvart. Þegar maður gekk inn var eins og að maður væri að ganga inní yfirgefna verbúð eða pakkhús en síðan var bara flottur veitingastaður á þriðju hæðinni. Maturinn var geðveikur, Guðný fékk sér andabringu, Guðbjörg fékk sér karrý grænmetisrétt og ég fékk mér hjartarfilet með pistasíu og amarettó sósu. Mmh Mmh Mmh! Allir voru ánægðir með matinn og síðan var mikið spjallað og mikið gaman. Síðan var farið á stað sem heitir Turbinehallen og aðeins setið og spjallað. Þetta var bara allt í allt mjög skemmtilegt kvöld.

Myndir frá Spiseloppen eru komnar hér.

Wednesday, January 18, 2006

Ógeðslega gaman í nýju íbúðinni - myndir


Jæja.......löngu kominn tími á að maður riti hér eins og einn pistil. Var í prófi 9. gott að vera búinn að ljúka því. Prófið var 5 tímar og var haldið í hátíðarsal bókasafnsins á Vor Fruer Plads. Ímyndið ykkur að taka próf í miðri Hallgrímskirkju. 15m. lofthæð og risastórmálverk á öllum veggjum og í loftinu, allt gullhúðað og voðalegt, einhvern 17. aldar bygging. Aðeins öðruvísi en að sitja í einni af litlu stofunum uppí Aðalbyggingu Háskóla Íslands, aðeins meira truflandi. En það gekk nú allt vel og nú er bara að bíða eftir einkunnum og að skólinn byrji aftur í febrúar.

Íbúðin er orðin rosa fín eins og sést á þessum myndum. Guðný er náttúrulega snillingur í að innrétta, á ekki langt að sækja það. Maður trúði varla að hægt væri að gera eitthvað af viti með þetta frímerki en þetta er mjög heimilislegt og náttúrulega draumur að vera komin með eldhús í íbúðina og geta steikt beikon á nærbuxunum, sem er svo sem ekki sérlega þægilegt en maður vill geta gert það. Það komu góðir gestir í heimsókn í gær, svona mini innflutningspartý. Inga, Júlía og Halla komu, Maggi og Guðbjörg sem eru nýflutt hingað og Anna. Við gæddum okkur á snarli og rauðu og hvítu og spjölluðum mikið, þetta var mjög gaman.

Allt er á fullu í að plana Liverpool ferðina og má segja að ég sé orðinn eins og lítill krakki á aðfangadag. Þetta verður geðveikt, þetta er mín Mekka og málið er bara að andskotast til að ákveða að fara og drífa sig, til ykkar þarna úti sem eruð eins og ég búnir að tala um það í 10 ár að skella sér á leik og ekkert gerist. Við erum sem sagt 5 sem förum, ég, Einar, Himmi, Max og Halli mágur Himma. Eins og Biggi í Maus söng um árið: "Mér hlakkar svo tel, mér hlakkar alltaf svo teeeeeel!" 26 febrúar, þá rennur þessi langþráða stund upp.

Fórum til Gulla og Laufeyjar um daginn og þar beið mín óvæntur glaðningur, var ekki Rögnvaldur æskuvinur minn mættur á svæðið. Hann og Biggi (litli bróðir Gunnars Arnar fyrir þá sem þekkja) eru fluttir hingað út og eru í tónlistarlýðháskóla rétt fyrir utan Köben. Við tókum léttann póker og supum á vini fiskimannsins. Mikið gaman að hitta Rögga aftur og verður gaman að endurnýja kynnin við þann mikla snilling.

Jamm tíminn líður hratt á gervihnattaöld, hraðar sérhvern dag, hraðar sérhvert kvöld. Varstu kannski of upptekinn af öllum gulu miðunum........
Maður bíður bara eftir að skólinn hefjist aftur en ég ætla að reyna að finna mér vinnu með skólanum, eitthvað nice job 2-3 í viku. Karfan er farin að rúlla, þ.e.a.s. körfuboltinn. Ekki laust við að ég hafi fengið ælu uppí kok á fyrstu æfingunni, alltaf í góðu formi eftir jólavertíðina. Stefni á að koma mér í fantaform núna eftir áramót, óþolandi að geta ekkert hoppað og vera búinn á því eftir einn leikhluta.

Þýðir ekkert að skrifa pistil svona nývaknaður, mundi ekki eftir neinu af öllum skemmtilegu punktunum sem ég ætlaði að skrifa, rifja það upp og skrifa fljótt aftur, hilsen!

This page is powered by Blogger. Isn't yours?