Sunday, November 06, 2005

Helgin að baki og skyggni ágætt.



Já enn ein helgin er að baki hér í Köben og hún var nú bara sérdeilis skemmtileg. Hann Anders í D213 (á myndinni) hélt upp á afmælið sitt með heljar veislu í eldhúsinu. Þetta er semsagt milli Anders , ekki stóri Anders í 205 eða litli Anders í 203. Ok? Flott! Já hann bauð okkur uppá mexikanska veislu með öllu og ég át 3 stórar pönnukökur og 3 skeljar (þessar hörðu) og Guðný hesthúsaði 2 stórar og 1 litla, þannig að við vorum vel mett. Rosa góður matur. Við slógum saman í púkk á ganginum og gáfum honum, púðursykur, kaffi, rjóma og flösku af Ballentines. Hann splæsti síðan Irish Coffee á liðið þangað til flaskan kláraðist, mmmmm (segir Palli, Guðný drekkur ekki kaffi). Það var ekki nóg með að það væri afmælið hans Anders heldur var líka J-dagurinn á föstudaginn, þ.e.a.s. jólabjórinn frá Tuborg kom í verslanir. J-dagurinn hér er svona svipaður og 17. júní heima, mikil gleði. Það var sungið og trallað fram eftir kvöldi og við enduðum á að fara niður í kjallara á barinn og spila pool og füssball.

Á laugardaginn var ég búinn að lofa Noa, strák frá Californiu, að kenna honum að meta fótbolta og sérstaklega Liverpool. Honum fannst fótbolti álíka skemmtilegur og okkur finnst hafnarbolti. En ég held að mér hafi tekist ágætlega upp og hann var nokkuð sáttur þegar mörkin komu í þetta og Gíraffinn hóf upp raust sína í trylltum fögnuði. Síðan fórum við í Field's og rápuðun þar í smá tíma áður en við fórum heim og komum við hjá Massimo (mmmm.....Massimo...slef) og kipptum dýrindis mat með heim. Noa lánaði okkur Sin City og við horfðum á hana í gær. Hún er vægast sagt mikil snilld og sannkallað augnakonfekt. Já klárlega einhver besta mynd ársins. Það var líka gaman að heyra að King Kong, næsta mynd Peter Jacksons sem verður frumsýnd í desember, verður hátt í fjórir tímar að lengd, gott til að fylla uppí tómið sem Lord of the Rings skildi eftir sig. En alla vega hægt að mæla með Sin City, mjög töff mynd.

Í dag skelltum við okkur síðan í Det Blå Pakhus, Kolaportið sem er hérna rétt hjá okkur. Það er reyndar ekki nærri eins flott og markaðarnir í Bella Center og Forum en alltaf hægt að finna eitthvað sniðugt.

Ég vil síðan hvetja vini mína til að kommenta hér á síðunni, alltaf gaman að heyra í fólki frá gamla landinu. Skamm drengir, takið ykkur á!

ps. Það eru komin ný albúm í Myndir 1 : Fótboltakvöld á Egegade, Grímuball og Afmæli hjá Anders. Einnig er nýjung að texti er við hverja mynd í nýju albúmunum.

Hilsen!



<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?