Friday, November 25, 2005

Þá er bara að bíða eftir hundunum.

Hvað er bröndótt og segir MwwwwjhhaTHump! ?

Jú það er kötturinn sem hrapaði út um glugga í nótt og lenti 1,38cm frá hausnum á mér í nótt! Ég sef alltsvo mjög nálægt glugganum og vaknaði við hljóð kl. 4 í nótt sem var eins og poki með fötum að lenda á svölunum. Skellinum fylgdi síðan frekar glatað mjálm. Ég hélt að mig hlyti að hafa verið að dreyma en ég kíkti út um gluggann og sá þar eitt stykki meðvitundarlausan kött. Ég var nærri stokkinn af stað út á naríunum en dokaði við. Vildi ekki strippa fyrir fleiri ábúendur á ganginum okkar. Það var nefnilega þannig að um daginn héldum við Guðný að við heyrðum í ræningjunum mættum að dýrka upp hurðina á eldhúsinu okkar. Eins og lamadýr á fengitímanum stökk ég á fætur og reif upp hurðina fram á gang og gaf greyis Begoñu vægt hjartaáfall er hugðist fá sér miðnætursnarl. Þar sem Begoña er kona hinna miklu svipbrigða þá var heldur skondið að sjá hana þegar ég ruddist á brókinni fram á gang tilbúinn að taka lögin í mínar hendur.

Alla vega þá setti ég upp gleraugun og kíkti út um gluggann til að sannreyna aftur tilvist kattarins sem hugðist storka þyngdarlögmálinu. Hann var þá kominn á lappir og var að staulast fyrir hornið. Ég dró því þá ályktun að hann hefði nú bara flogið niður eina hæð. En núna í morgun sögð krakkarnir að iðnaðardurtarnir sem eru að vinna á svölunum hefðu fundið köttinn og hann hefði verið verið ansi krambúleraður, meira veit ég ekki um örlög hans en þessi litla dæmisaga rennir bara stoðum undir gamla kínverska málsháttinn hans Nai Nai á Happy Dolphin í auglýsingunni: "Egen hemmelighed er den eneste hemmelighed bedste venner har!"














"Sýnum þunglyndum köttum að heimurinn hefur uppá meira að bjóða"
Félag íslenskra áhugamanna um geðheilsu katta og jaðraka.



<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?