Friday, October 14, 2005

Já já við kíkjum bara á leikinn og fáum okkur 1-2 bjóra

Þetta var fílingurinn á miðvikudaginn, Danir að spila seinasta leikinn sinn í undankeppni HM í Þýskalandi 2006 og þurftu að vinna Kazakhstan á meðan Albanir þurftu að ná stigi af Tyrkjum. Ekki komust Danagreyin áfram því Tyrkir unnu Albani með minnsta mögulega mun. Við horfðum á leikinn á Egegade hjá Ingu og Júlíu. Aðrir áhorfendur voru, Bragi(hennar Ingu), Ella, Anna, Tinna (li'l sis hennar Önnu), Örk og Hallur (vinur Ingu og Júlíu) auk að sjálfsögðu Ghettóbarnanna frá Dalslandsgade, þ.e.a.s. ég og Guðný. Í stuttu máli þá endaði þetta í allsherjar fylleríi þegar Inga og Júlía báðu viðstadda um hjálp við að tæma vínskápinn sinn (sem var barmafullur af víni). Þó það hafi ekki tekist er óhætt að segja að gerð hafi verið heiðarleg tilraun. Talandi um tilraunir þá var einnig gerð tilraun með ný afbrigði af drykkjum, t.d. Bloody Russian Cocaine, þar sem eru notaðir tómatar í stað sítrónu. Hmm, ég veit það ekki.



Allt í allt snilldar kvöld þar sem allt fór nú vel fram og allir voða glaðir og það er alla vega alltaf stuð að fara á Egegade. Við erum þó farin að hafa áhyggjur af því að við séum of partýglöð þannig að við höfum fengið tvo presta til að koma í heimsókn til okkar og leiðbeina okkur á rétta braut í lífinu, séra Guðbjörg kemur á morgun með sínum prestsherra Sigurði Páli og á miðvikudag mætir í séra Þórsteinn. Nei nei við erum nú bara að grínast, Guðbjörg og Siggi eru að koma úr ferðalagi frá St. Pétursborg í Rússlandi og ætla að fá að gista hjá okkur og Þórsteinn kemur í viðskiptaferð að ég held.

Danir eru snillingar í að taka hlutunum með ró, þegar maður er kominn svona almennilega í skólagírinn og með góðan lestrar rythma þá skella þeir bara á efterårsferie, þ.e.a.s. það er frí í nánast öllum skólum í Danmörku alla næstu viku??? Bara svona svo fólk fari ekki að missa sig alveg í einhverju námsstressi?!?

Þrír pirr-punktar:
1. Vísindakirkjan. Hún er verkfæri djöfulsins, fyrst hélt ég að Tommi Krús væri bara vitleysingur en eftir að hafa lesið mér til um Vísindakirkjuna er ljóst að hann og félagar hans eru friggin geðsjúklingar!!!

2. Sænski strákurinn sem er með mér í skóla. Ohhh! Síðan þurfti ég endilega að lenda með honum í hóp í stóru verkefni.

3. Danir vita ekki hvað sturtubotnar eru.

Þrír ánægju-punktar:
1. Erum að fá tvær heimsóknir í sömu vikunni, rosa gaman.

2. Vikufrí og ennþá rosa fínt veður, hvað get ég sagt.

3. Good times, good times.

Myrkur í Máli kveður að sinni.
p.s. myndirnar frá Egegade eru í Myndir 2



<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?