Saturday, September 24, 2005
Móðir allra Markaða
Já það er ekki laust við að systurnar hafi sett mark sitt á Guðnýju því hún er þessa dagana alveg óð í markaði. Við fórum í dag á risa markað í Forum sem er svona Laugardagshöll, bara stærri, básar vegg í vegg. Kaupsamningar voru handsalaðir og ómetanlegir munir skiptu um eigendur. Hér er mynd af markaðnum mikla.

Síðan komum við hjúin á til Íslands á miðvikudaginn og verðum fram yfir helgi. Hlökkum til að hitta alla.