Thursday, August 25, 2005

Sælir eru hellisbúar, thví their munu jördina erfa.




Já gódann daginn, til hvers ad vera med bloggsídu ef ekki á ad skrifa á hana annad slagid. Hér er allt ágætt ad frétta, Gudný er búin ad vera í ferdalagi med ödrum nýnemum sídan á mánudag og thad hefur bara verid fínt segir hún thó ad henni finnist thetta nú í lengra lagi, en hún kemur heim á morgun. Á medan er ég búinn ad vera heima veikur alla vikuna, algjör hellisbúi, kominn med svaka Playstation-sigg á thumalputtana. Ég virdist vera búinn ad ná mér og fór í skólann í morgun og tók lokaprófid í dönskunámskeidinu mínu sem er búid ad vera mjög skemmtilegt. Eftir hádegi fór ég svo á danska tölvuteiknimynd sem var sýnd á námskeidinu, thad er alltaf Cultural activities (ísl. Menningarleg athæfi) eftir hádegi. Myndin hét Terkel i knibe (Terkel í klípu) og er algjör snilld, einskonar danskt South Park, mæli hiklaust med henni, mjög fyndnir karakterar eins og t.d. mamman sem vill ekki ad Terkel leiki sér á hjólabrettarampinum thví hann gæti: "fengid miltisbrand og visnad upp eins og sveskja". Mjög fyndid. Í kvöld ætla ég svo ad kíkja á kaffihús med bekkjarfélögum mínum. Já alveg rétt, ég spiladi í seinustu viku minn fyrsta leik fyrir FC Island, thetta var bikarleikur gegn sterku lidi og vid unnum 2-1 og kom sigurmarkid thegar 2 mínútur voru eftir af seinni hálfleik framlengingar. Vid fögnudum grídarlega og erum komnir ad ég held í 8 lida úrslit, ég komst vel frá mínu í leiknum, mikid stud.

Um sídustu helgi kíkti ég á ströndina med Laufeyju og Gulla medan Gudný var á einhverjum nýnemadegi. Ég fjárfesti í einskonar Boccia kúlum en ekki alveg Boccia, vid köllum thad Pikachu en thad heitir eitthvad annad og thad er ljóst ad ég og Gulli verdum adalkallarnir á elliheimilinu ef Pikachu hæfileikarnir yfirfærast á Bocciad, alvöru Jocks! Vid fengum okkur Pizzu hjá Massimo, our friendly neighbourhood italian pizza guy, og Gudny hitti okkur sidan thegar vid fórum nidur í bæ. Thar var nú allt á rólegu nótunum og haldid heim um 1 leytid. Á laugardaginn hjóludum vid nidrá strönd og my-o-my!!! Thvílik blída mar! Thar vorum vid ásamt Laufeyju og Gulla og einhverjum vinkonum hennar Laufeyjar. Gulli sá um ad skaffa aktivitet thann daginn og kom med forláta Frisbee disk. Ég var frekar skeptískur til ad byrja med og efadist stórlega um skemmtanagildi disksins at arna. En ég skal segja ykkur thad ad vid hlupum á eftir Frisbee-num eins og 2 Golden Retrieverar á lódaríi med amfetamínstera í æd!!! Mjög gaman og mæli ég med Frisbee diskum hér med - Good Clean Fun Kids!
Um kvöldid fórum ég og Gudny út ad borda á Inderskum stad sem hét Indian Taj og heitir enn. Vid fengum okkur Hot coconut chicken og Garlic Chicken, butter og garlic naan, jógúrtsósu, hrísgrjón og hálfa hvítvín. Thetta var alveg ljómandi, kraumandi, sizzlandi gott, thjónustan til fyrirmyndar og stadurinn flottur (mjög indverskt inréttad). Vid sammæltumst um ad reyna ad fara med Systurnar thangad(thid vitid hverjar thid erud) thegar thær koma í heimsókn, thid getid byrjad ad slefa. Eftir matinnfórum vid á Mexibar og slöfrudum í okkur Frozen Strawberry Margharita, ég er ekki mikill kokteilamadur en, yum yum! Thar hittum vid Gudrúnu og Höllu og kærastann hennar sem heitir nafnisemégmanekkinúnaenhanner gedveiktfínngaurthannigad égermedsamvikubityfirthví. Vid trítludum med theim út og hittum Ingu og skelltum okkur á tvo bari ádur en vid duttum inn á bar nidri hjá Striki sem ég man ekki hvad heitir en hann var rosa fínn, svona pínu rokkadur og spiladi snilldarmúsík og vid sungum med í öllum lögum. Seint og sídar meir fórum vid heim og ákvadum ad kippa smá Mickey D med. Vid skelltum okkur í rödina og thvílík stybba!!! Gudný horfdi náttúrulega beint á mig en ég flissa venjulega alltaf thegar ég prumpa, thannig ad hún áttadi sig á ad ekki kom thetta frá mér. Nei nei viti menn, vid vorum einmitt ad spá í af hverju einhverjum sendibíl var lagt thétt upp vid MacDonald's, ég las á hlidina á bílnum: "Gregersen's KloakRensing". Vid vorum búin ad leggja inn pöntun og máttum thví standa í skíta(bókstaflega)fýlunni í dágóda stund. Sídan heim og daginn eftir svarid ad aldrei yrdi innbyrt áfengi framar, thetta venjulega og voila, helgin í hnotskurn. Hey ég er ad komast upp á lagid med thessi bloggskrif.

Mig langar hérna í lokin ad bidja Gest Hreinsson afsökunar á ad hafa oft gert lítid úr reidhjólum og notagildi theirra. Thau eru algjör snilld og bara naudsynleg hérna úti. Ég mun thó aldrei gúddera hjólabuxur, thær eru og verda alltaf lame.


Einnig langar mig ad benda fólki á tengilinn Vatnajökull hérna til hlidar, en pabbi er búinn ad stofna fyrirtæki og opna thessa glæsilegu heimasídu sem er vel thess virdi ad skoda. Gott ad sjá kallinn nota thennann ferdatjónustutalent sem hann hefur.
Til hamingju pabbi.
Kvedja frá Køben, Pallinn sem saknar Skruddunnar sinnar



<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?