Monday, August 29, 2005

Sirkus Geira Smart og Tívolí DAUðANS

Bara einn stuttur hérna. Jájá vid skelltum okkur í Tívolí í gær med Gulla og Laufey og Önnu Maríu systur hans Gulla og Edda manninum hennar. Thad var alveg grídarlegt fjör og vid fórum í alls kyns tæki og ég vann bangsa í tugatali fyrir Gudnýju, reyndar ekki fyrr en ég fann básinn thar sem madur átti ad skjóta bolta ofan í körfu. Fyrir thad var ég búinn ad eyda formúgu fjár í ad reyna ad skjóta í mark med loftriffli og grýta nidur dósir med thar til gerdum boltum. Thad var reyndar ansi fyndid thegar ég og Gulli vorum ad skjóta med rifflunum hlid vid hlid, átta skot á mann, sídan fengum vid spjöldin sem vid skutum á í hendurnar og fórum ad metast. Sídan fór ég einhverra hluta vegna ad telja götin á mínu spjaldi 1, 2, 3, 4, 5, 6, 7, 8, 9! Eftir talningu kom í ljós ad adeins voru 7 göt á hans og fékk Gulli væna hlátur-roku fyrir vikid, hann hafdi skotid á vitlaust spjald, ég verd reyndar ad taka thad fram ad hann hitti oftar í midjuna en ég. Heyrdu áfram hélt gamanid og ég skellti mér einn í free-fall turninn thar sem madur er hífdur uppí 60 metra hæd í einhverjum stól sem hangir utan á turninum og sídan látinn gossa nidur í frjálsu falli, ansi scary en ansi gaman, ad labba burt frá thví líka.
En sídan skelltum vid okkur í adal rússíbanann, The Demon (Dæmonen), sem er all svakalegur, alla vega er fyrir mig sem hef aldrei farid í rússíbana ádur. Hann er kannski ekki langur en thvílík gedveiki á medan ferdinni stendur. Og viti menn, Gudný, thessa litla snót sem ekki hefur verid thekkt fyrir ad vera med stærsta hjartad, skellti sér med. Ég er mjög stoltur af henni. Hún stód sig eins og hetja thó ad hún hafi öskrad alla leidina og skolfid eins og hrísla thegar hún steig út. En thad var tekin mynd á leidinni og af thessi mynd sínir bara eitt, The Face of Pure Terror. Vid fáum sennilega tölvu á morgun og thá skal ég skella myndinni inn. Thetta er bara mesti hryllingssvipur sem ég hef séd.

En allt í allt rosa gaman og upplifun fyrir mig sem hef aldrei komid í tívolí. Á morgun fer ég ad hitta mentorinn minn, manneskja sem hefur fengid thad verkefni ad hjálpe mér med jah, allt. Og ég bad ekki einu sinni um thad, snilld. Sídan kemur Þórsteinn pabbi hennar Gudnýjar í bæinn á morgun. Fyrsta heimsóknin okkar, jibbí. Sídan kemur Gudbjörg systir á midvikudaginn held ég, hún verdur fram yfir helgi og verdur fyrst til ad prófa nýja svefnsófann okkar, en samt ekki thar sem hann var keyptur notadur, en engu ad sídur fyrst eftir ad vid eignudumst hann. Sídan er von á Lillý vinkonu hennar Gudnýjar og systraheimsóknin mikla vomir yfir eins og.........eitthvad sem vomir en er samt ekki slæmt, meira svona gledivom, eda eitthvad ég ætla ad hætta ad tala.

Ef einhver kannast vid ad tenglarnir og draslid hérna til hlidar , í "sidebarinu" sé ekki á sínum stad, láta mig vita, thá tharf ad fixa thetta, ef ekki thá tharf ad fixa Garon.

Mvh. Palli, madurinn sem dansadi vid daudann í Tívolí.



<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?