Monday, August 15, 2005

Nein das ist nicht den besste Weg!!

Thar sem mér skilst ad nokkrir velunnarar mínir hafi haldid ad ég sé látinn og Gudny sé ad leyna thví thá leidréttist thad hér med og "fréttir af andláti mínu eru stórlega ýktar".

Thad hefur nú ekki margt drifid á daga okkar sídan seinasta innlegg var birt nema thá kannski ad vid erum buin ad setja upp allt draslid sem vid keyptum í IKEA og thad verdur gaman ad birta fyrir og eftir myndir thegar vid fáum tölvu thví íbúdin er bara ordin rigtigt dejlig. En til ad hafa nú einhverjar myndir mun ég henda inn nokkrum gamansömum teikningum til ad létta fílinginn á sídunni.

Danmörk spilar vid England á midvikudaginn en thad er víst uppselt á thann leik sem er fúlt thví ég hefdi verid til í ad sjá hann. Eins og stadan er í dag er ég á leidinni á Anfield í apríl thví ég er hætti ad reykja á manudaginn eftir versló og hef ekki snert eitrid sídan og ef ég næ ad halda ú fram í apríl ætla Einar og Himmi ad bjóda mér á Anfield. Thetta er frábær gulrót og ég er thess fullviss ad nú skilji ég vid nikótíndjöfulinn ad fullu. Annars er madur ad sprikla med FC Island tvisvar i viku en their eru ansi sprækir, reyndar er einhver fáránleg regla í utandeildinni hérna ad thad má bara nota 14 manns í leik thannig ad thad er erfitt ad komast í lidid. Stórfurduleg regla, en madur bara tekur nokkur skæri og samskeytaklíninga og tha er fær madur vonandi ad spila.

Dönskunámid er thrælskemmtilegt og á eflaust eftir ad reynast vel, fínir krakkar thar, rosalega mikid af skiptinemunum eru kanar thar sem KU er med einhvern samning vid University og California og eg skal segja ykkur thad ad thegar eg heyri thennann hnausthykka ameríska hreim thá fer thad alveg í mínar allra fínustu. Ekki uppáhalds thjódflokkurinn minn, thó innámilli leynist vænstu grey. Thjódverjarnir eru fínir, en thad var ótrúlega fyndid thegar ég fór med bekknum mínum nidrá Nyhavn eftir einhvern fund, thad tók thjódverjana c.a. 10 mínútur ad skipuleggja ferdina, hvada leid væri best og hvar væri hentugast ad komast í búd til ad kaupa øl o.s.frv. Hreint brilliant ad fylgjast med theim, skipulagningarhæfni thjódverja er engin thjódsaga. Jamm s.s. flott fólk sem ég er med í dönskunáminu.

Altsvo bid ég ad heilsa heim og vona ad Moppan taki deild og bikar í Utandeildinni og K.R. haldi sér uppi og ad allir hafi thad voda voda gott.

Med venlig hilsen, Palli og Gudny



<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?